Lafði Alex


Mannfólk

Eigandi minn
Vinir mínir
Óvinir mínir
Bensi

Góðar og uppbyggjandi síður

The worlds Whiskas
Átrúnadargoðið



Skoða gestaskottið
Kvitta í gestaskottið


This page is powered by Blogger.

miðvikudagur, apríl 21, 2004
Sukk og svínarí....


Já eigandinn minn fór úr bænum um páskana.... Ég var soldið fúl þannig að ég notaði tækifærið og rústaði húsinu! Mæja og Ingunn droppuðu eitthvað við en að öðru leiti var það bara ég ein í stóru húsi. Þannig að sjálfsögðu var tækifæri notað, partý alla páskana með köttunum í hverfinu... Hm.. Hvað ætli gerist þegar að reikningurinn frá Kjúkklingabúinu Móum kemur? ÆJi hverjum er ekki sama... Þetta er allt á nafni húsáðanda...
hvisssssssssssssssssssssssssss

Segir Alex 12:01 f.h.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Köttur undir pressu


Það hefur verið kvartað undan því að ég bloggi lítið.... En ég meina sko... Þetta er ekki svo auðvelt þegar maður er ekki með gagnstæðan þumalfingur sko. Ég skora ekki hátt í ritvinnslu.
Reyndar þá er ég svo uppdópuð núna að ég get ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Ég fór í aðgerð í dag út af naflasliti og deyfingin er ekki enn farin úr mér. Því segji ég bara: Sjippohooooooooooy....

Segir Alex 6:16 e.h.
mánudagur, mars 01, 2004
Uppskrift af kjúkkling


Heh... Já blessaðir snjótittlingarnir hérna á nesinu eru ansi góðir... Annað hvort er það Ég sem er frábær veiðiköttur eða þá að fuglarnir hérna eru afskaplega heimskir... af því að ég næ þeim alltaf. Ég geri ekkert skemmtilegra en að veiða mér svo og svo einn lítinn fugl og fara með hann heim. Ég fer yfirleitt með þá lifandi heim og leik mér af þeim í smá stund... þeir halda allaf að þeir geti sloppið frá mér en það er nátturlega bara óskhyggja... Allavega... Svo þegar ég er búin að kvelja þá nóg þá drep ég þá, gæði mér aðeins á þeim en ríf restina í tætlur og dreifi henni út um allt hús.
Auðvitað verður
eigandinn minn alltaf frekar skrítinn þegar ég geri þetta en HEI!!! Ég meina sko... Ég er nú líka að þessu fyrir hana.. Ef hún vill þá má hún alveg fá bit. Veit ekki alveg hvað er að henni....
prrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Segir Alex 11:32 e.h.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Hver er ljóska?!!


Af gefnu tilefni vil ég benda gestum og gangandi á að gestaskottið virkar VÍST!!! Í ljósi þess að hinn almenni meðaljón veit sárasjaldan hvað hann er að gera þá stillti ég gestaskottið þannig að hann þarf að lesa færsluna yfir þegar hann er búin að skrifa hana og staðfesta hana og þá virkar þetta fínt ... OK ég geri mér kannski fulla grein fyrir því að ég var að móðga merihlutan en þetta virðist hafa vafist fyrir einhverjum þannig að vonandi gengur betur að kvitta í gestabókina. Mjá....

Segir Alex 3:43 f.h.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Meow...


Ég heiti Alex og ég er lítil og sæt eins árs læða sem er að fá útrás fyrir útþrá! Þetta hérna mun vera webloggið mitt í bili og mun ég nota það til að koma á framfær mínum pólitísku skoðunum og botnlausri speki. Svo ætla ég líka að nota það til að heilaþvo ykkur svo þið verðið móttækilegra vinnuafl þegar ég er búin að taka yfir heiminn.
Þetta er líka til að svara ásökunum um að ég sé heimsk ljóska sem stefni að heimsyfirráðum. Þetta er bara ekki rétt!!! Ég er ekki bara með ljós hár. Ég er með flekki. Að auki vil ég kvarta undan því að það er eins og það skipti engu máli að ég er yndisleg, mjúk og sæt kisa! og þess vegna ÞARF ég ekkert gáfur! Ég á bara að fá allt uppí loppurnar annars þá fáið þið ekki að klappa mér.

Ekki mitt mál sko...


Næsta mál á dagskrá... Ég HATA fólk sem leifir mér ekki að vera á einhverjum stöðum af því að þau eru með kattarofnæmi!!! ÉG meina sko... HVAÐ kemur það MÉR við? Ef ÞIÐ eruð með kattarofnæmi þá er það YKKAR mál, ekki mitt! Þið getið bara flutt eitthvað annað og hætt að reyna að þrengja ykkar vandamálum yfir á aðra!

prrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Segir Alex 7:21 e.h.



Teljarinn segir að þú sért flækingur númer